SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Keflavík og Njarđvík geta hjálpađ hvoru öđru í kvöld

 
Körfubolti
15:30 09. MARS 2017
Logi Gunnarsson og Hörđur Axel Vilhjálmsson.
Logi Gunnarsson og Hörđur Axel Vilhjálmsson. VÍSIR/SAMSETT

Það er mikið undir í lokaumferð Domino´s deildar karla í kvöld en þá ræst hvaða lið tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og hvaða lið situr eftir með sárt ennið. Það vill enginn fara í sumarfrí 9. mars og það má búast við mikilli spennu í leikjum kvöldsins. 

Mest er sennilega undir í leikjum ÍR og Keflavíkur í Seljaskóla annarsvegar og í leik Þórs og Njarðvíkur í Þorlákshöfn hinsvegar. Leikirnir verða báðir sýndur beint á sportstöðvum 365.

Njarðvíkingar eru í erfiðustu stöðunni en þeir mega ekki tapa og svo gæti jafnvel farið að það dugi ekki.

Njarðvík og Keflavík eru sannkallaðir erkifjendur í körfuboltanum en þau geta hjálpa hvoru öðru í lokumferðinni í kvöld.  Það er ekki oft sem Keflvíkingar og Njarðvíkingar vilja að bæði þeir og nágrannar þeirra hinum megin við Stapann vinni leiki sína.

Ef Njarðvík vinnur Þórsliðið í Þorlákshöfn þá eru þeir öruggir með sæti í úrslitakeppninni ef Keflavík vinnur ÍR á sama tíma.

Sjá einnig: Liðin í 5. til 9. sæti geta öll endað með 22 stig

Keflvíkingar þurfa líka að vinna ÍR-ingana ef þeir ætla að hækka sig í töflunni og þeir myndu þá líka njóta góðs af sigri Njarðvíkur á Þór. Keflavík kæmist þá upp fyrir Þór og upp í fimmta sætið.

Keflvíkingar gætu reyndar komist alls leið upp í fjórða sætið með sigri en Grindvíkingar mega þá ekki vinna Skallagrím á heimavelli sínum.

Njarðvíkingar gætu líka fengið hjálp frá Snæfelli í kvöld en ekkert gott gerist samt fyrir Njarðvíkinga í kvöld nema ef þeir ná að landa sigri í Þorlákshöfn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Keflavík og Njarđvík geta hjálpađ hvoru öđru í kvöld
Fara efst