Körfubolti

Keflavík kom til baka á heimavelli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Melissa Zornig skoraði mest fyrir Keflavík.
Melissa Zornig skoraði mest fyrir Keflavík. vísir/stefán
Keflavíkurstúlkur eru komnar á skrið undir stjórn nýs þjálfara, Sverris Þórs Sverrissonar, en þær unnu annan leikinn í röð í kvöld.

Keflavík lagði Stjörnuna á heimavelli, 53-48, eftir að vera 29-18 undir í hálfleik og 40-34 undir fyrir síðasta fjórðunginn.

Suðurnesjastúlkur voru sterkari á lokasprettinum og eru í þriðja sæti með 16 stig eftir sigurinn í kvöld.

Melissa Zornig var stigahæst Keflavíkurkvenna með 17 stig en Marín Laufey Davíðsdóttir skoraði tíu stig og tók níu fráköst. Hjá Stjörnunni var Ragna Margrét Brynjarsdóttir stigahæst með 14 stig og 12 fráköst.

Grindavík vann svo léttan sigur á Hamri, 79-62, og er í fjórða sæti með 14 stig en Hamar er á botninum með aðeins tvö stig.

Whitney Frazier skoraði mest fyrir heimakonur í Röstinni í kvöld eða 19 stig auk þess sem hún tók 11 fráköst. Alexandra Ford var stigahæst Hamars með 24 stig.

Grindavík-Hamar 79-62 (18-12, 24-17, 19-16, 18-17)

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 19/11 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 14/6 fráköst, Hrund Skuladóttir 13/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8/5 stoðsendingar, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/5 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2/4 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 2.

Hamar: Alexandra Ford 24/4 fráköst/5 stolnir, Íris Ásgeirsdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/9 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7/8 fráköst, Karen Munda Jónsdóttir 7, Vilborg Óttarsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 1/5 fráköst.

Keflavík-Stjarnan 53-48 (13-8, 6-20, 15-12, 19-8)

Keflavík: Melissa Zornig 17/7 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 10/9 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/7 fráköst.

Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/12 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 10/10 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 9/5 stoðsendingar, Adrienne Godbold 7, Eva María Emilsdóttir 4/10 fráköst, Heiðrún Kristmundsdóttir 2, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×