Íslenski boltinn

Keflavík burstaði Víking í sama leik fyrir átta árum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Ég setti tvö - átti að setja þrjú, en tvö dugðu,“ sagði sigurreifur GuðmundurSteinarsson, framherji Keflavíkur, eftir sigur á Víkingi, 4-0, í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu árið 2006.

Sömu lið mætast í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld í Keflavík klukkan 19.15, en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Fyrir átta árum síðan kom Jónas Guðni Sævarsson, núverandi leikmaður KR, liði Keflavíkur yfir í fyrri hálfleik með marki úr teignum.

Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og bættu í sóknina til að reyna að jafna leikinn, enda skiptir engu máli hversu stórt tapið er í bikarleik.

Frábært lið Keflavíkur gekk á lagið og bætti GuðmundurSteinarsson við tveimur mörkum og Þórarinn Brynjar Kristjánsson einu áður en flautað var til leiksloka. Öll mörkin virkilega snyrtileg.

„Við vorum miklu betri allan leikinn og það sást. Þegar við spilum svona þá á enginn séns í okkur,“ sagði Guðmundur Steinarsson eftir leikinn, en Keflavík fór í bikarúrslitin á móti KR og vann öruggan sigur, 2-0.

Rétt eins og fyrir átta árum getur sigurvegari leiksins mætt KR í úrslitaleik, en KR-ingar mæta ÍBV í Vestmannaeyjum annað kvöld.

Í spilaranum hér að ofan má sjá mörkin fjögur úr leiknum og viðtal við Guðmund Steinarsson eftir hann.


Tengdar fréttir

Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár

Í fyrsta sinn síðan 1997 fer fram undanúrslitaleikur í bikarkeppni karla í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Víkingum í Borgunarbikarnum í kvöld. Liðin mættust á sama stigi fyrir átta árum en þá unnu Keflvíkingar öruggan sigur og urðu að lokum bikarmeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×