Sport

Kavanagh: Orðspor mitt er undir í þessum bardaga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor ásamt Kavanagh.
Conor ásamt Kavanagh. vísir/getty
John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, segir að það sé mikið undir fyrir sig er Conor keppir gegn Nate Diaz.

Þetta verður annar bardaginn á milli þeirra tveggja. Diaz vann fyrri bardagann og það eru mistök sem þarf að leiðrétta að mati McGregor.

Æfingabúðirnar hjá Conor undir stjórn Kavanagh hafa verið langar og strangar. Það á ekki að klikka aftur.

„Við höfum verið að æfa í 19 vikur fyrir þennan bardaga og við erum að sjá ávöxtinn af allri þessari vinnu,“ sagði Kavanagh.

„Þetta er mjög mikilvægur bardagi fyrir Conor og ég lít líka á þennan bardaga eins og orðspor mitt sem þjálfari sé undir. Þessi bardagi getur breytt miklu fyrir okkur alla.“

Bardagi kappanna fer fram þann 20. ágúst og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

MMA

Tengdar fréttir

Conor gerði glímukappana brjálaða

Írinn Conor McGregor er nú kominn á svarta listann hjá glímugaurunum í Bandaríkjunum eftir að hann kallaði þá aumingja.

Diaz hræddi stuðningsmenn Conor

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel fékk bardagakappann Nate Diaz til að taka þátt í frábæru atriði í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×