Viðskipti innlent

Kaupþing selur breska veitingahúsakeðju á fimm milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Veitingastaður La Tasca við James Street í London.
Veitingastaður La Tasca við James Street í London. vísir/getty
Þrotabú Kaupþings hefur selt hlut sinn í bresku veitingahúsakeðjunni La Tasca. Casual Dining Group keypti La Tasca á yfir 25 milljónir punda, jafnvirði um 5 milljarða íslenskra króna samkvæmt frétt The Times.

Söluferlið hófst fyrr á þessu ári í kjölfar þess að viðsnúningur varð í rekstri veitingastaðarins og buðu nokkrir aðilar í keðjuna samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá slitastjórn Kaupþings. Tekjur La Tasca tvöfölduðust milli áranna 2013 og 2014 og námu um 800 milljónum króna á síðasta ári.

La Tasca rekur 41 tapasstað víðs vegar um Bretland og var eitt sinn í eigu breska fjárfestisins Robert Tchenguiz.

Eftir kaupin á Casual Dining Group 280 veitingastaði á Bretlandi, þar á meðal veitingahúsakeðjurnar Bella Italia, Café Rouge og Las Iguanas.


Tengdar fréttir

Kaupþing selur breska veitingahúsakeðju á 3,5 milljarða

Skilanefnd Kaupþings hefur í samvinnu við þýska bankann Commerzbank selt bresku veitingahúsakeðjuna Ha Ha Bar & Grill fyrir 19,5 milljónir punda eða um 3,5 milljarða kr. Kaupandinn er kráa- og veitingahúsakeðjan Mitchells & Butler.

Kaupþing selur Lehman Brothers bréfin

Skilanefnd Kaupþings hefur selt skuldabréf gefin út af Lehman Brothers og fékkst a.m.k. 30% af nafnverði bréfanna í sölunni. Bréfin fékk skilanefndin í hendur eftir samkomulag við viðskiptavini Acta Kapitalforvalting í Svíþjóð sem keyptu bréfin upphaflega með lánum frá Kaupþingi í Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×