SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Kaupir aftur krónur eftir langt hlé

 
Viđskipti innlent
07:00 17. MARS 2017
Már Guđmundsson Seđlabankastjóri
Már Guđmundsson Seđlabankastjóri

Seðlabankinn keypti krónur hinn 7. mars síðastliðinn í fyrsta sinn síðan 5. nóvember 2014. Bankinn greip svo aftur inn í á gjaldeyrismarkaði á mánudaginn, daginn eftir að tilkynnt var um losun fjármagnshafta, með því að kaupa 1,5 milljarð króna.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti yfirlýsingu peningastefnunefndar á miðvikudaginn, þar sem ákveðið var að halda vöxtum bankans óbreyttum. Þar sagði Már að of snemmt væri að segja til um efnahagsleg áhrif síðustu skrefa við losun fjármagnshafta. Hugsanlegt væri að betra jafnvægi skapaðist á milli inn- og útstreymis á gjaldeyrismarkaði en skammtímahreyfingar kynnu að aukast eins og sést hafa merki um síðustu daga. „Seðlabankinn mun eftir sem áður draga úr skammtímagengissveiflum þegar tilefni er til,“ sagði Már.

Hinn 5. nóvember 2014 keypti Seðlabankinn 926 milljónir króna. Á þriðjudaginn keypti hann 348 milljónir íslenskra króna og svo 1.427 milljónir á mánudaginn. Veltan á gjaldeyrismarkaði þann daginn var tæplega 6,4 milljarðar og því námu viðskipti Seðlabankans um 22 prósentum af heildarveltunni.

Þeir sérfræðingar sem Fréttablaðið hefur talað við segja að þessi krónukaup Seðlabankans á mánudaginn og á þriðjudag í síðustu viku séu í takti við þessa áherslu bankans á að draga úr skammtímasveiflum á markaði. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Kaupir aftur krónur eftir langt hlé
Fara efst