Viðskipti innlent

Kaupa tvær Flexicut vélar frá Marel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samningur Marel við Vísi var undirritaður í dag.
Samningur Marel við Vísi var undirritaður í dag.
Vísir hefur gengið frá kaupum á tveimur Flexicut vélum frá Marel. Samningurinn var undirritaður á sjávarútvegssýningunni í Brussel í dag.

FleXicut er tímamótalausn sem valda mun straumhvörfum í hvítfiskvinnslu. Vélin sameinar tvö mikilvæg skref í vinnsluferlinu, að finna beingarðinn og fjarlægja hann af mikilli nákvæmni en auk þess er flakið skorið í hentuga bita, með eða án roðs, samkvæmt óskum viðskiptavinarins.

Fyrsta Flexicut vélin verður sett upp í Vísi í maí og sú seinni verður sett upp síðar á árinu en Vísir hefur í samstarfi við Marel verið að prófa vélina síðan snemma á þessu ári.

„FleXicut er tímamótalausn sem færir hátæknina beint inn í hjarta fiskvinnslunnar sem hefur áhrif á allt heildarferlið,“ segir Pétur Pálson framkvæmdastjóri Vísis í tilkynningu. „Þetta er eitt stærsta skref sem við höfum séð í átt að sjálfvirknivæðingu í áraraðir.”






Fleiri fréttir

Sjá meira


×