Innlent

Kaupa samkomuhúsið sitt á 88 milljónir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Samkomuhús Sandgerðinga var í niðurníðslu en var endurnýjað í höndum Fasteignar.
Samkomuhús Sandgerðinga var í niðurníðslu en var endurnýjað í höndum Fasteignar.
Sandgerðisbær hefur keypt samkomuhús bæjarins á 88 milljónir króna.

Samkomuhúsið, ásamt fleiri opinberum byggingum í Sandgerði, var selt inn í Fasteign á árabilinu 2004 til 2009. Í fyrra keypti Sandgerðisbær nýbyggingu við grunnskólann á um milljarð. Eins og við kaupin á samkomuhúsinu nú var greitt fyrir með handbæru fé úr bæjarsjóði. Peningarnir eru notaðir til að borga upp lán á húsunum.

Sigrún Árnadóttir
Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri segir ætlun Sandgerðinga að kaupa líka eldri skólabyggingu, íþróttamiðstöðina og sundlaugina. Þessi mannvirki eru metin á um 1.100 milljónir.

„Við erum búin að nýta að mestu allt eigið fé og erum að kanna leiðir til að endurfjármagna lán sem eru á þessum byggingum,“ útskýrir Sigrún næstu skref.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×