Lífið

Kaupa í matinn fyrir upptekna Íslendinga

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Þessi hópur ætlar að einfalda matargerð landans.
Þessi hópur ætlar að einfalda matargerð landans. fréttablaðið/pjetur
„Við heyrðum af hugmyndinni fyrir mörgum árum og fannst þetta rosalega sniðugt. Fyrir rúmu ári ákváðum við svo bara að keyra á þetta, enda er þetta frábær lausn fyrir Íslendinga sem vinna margir hverjir mjög mikið,“ segir Valur Hermannsson sem rekur Eldum rétt, en fyrirtækið sérhæfir sig í að útbúa matarpakka með fersku hráefni sem síðan er keyrt heim að dyrum.

„Það eina sem fólk þarf að gera er að matreiða úr hráefninu en við leggjum allt til nema olíu, mjólk, smjör, salt og pipar,“ segir Valur. Hann segir að fyrirtæki eins og Eldum rétt hafi sprottið upp víða í hinum vestræna heimi undanfarin ár.

„Fólk er alltaf svo upptekið nú til dags. Með þessu fyrirkomulagi getur fólk eldað eitthvað nýtt og spennandi reglulega, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af matarinnkaupunum,“ segir hann og bætir við að með hráefninu fylgi matreiðsluleiðbeiningar en réttirnir eru ýmist hugsaðir fyrir tvo eða fjóra.

Nánari umfjöllun um uppskriftir og næringarinnihald réttanna má finna á heimasíðu Eldum rétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×