Innlent

Kaupa fyrir 110 milljóna gjöf

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Á afmæli hringsins. Kynnt voru í gær ný tæki sem keypt voru fyrir gjöf Hringsins. Samtímis var opnaður nýr vefur, barnaspitali.is.
Á afmæli hringsins. Kynnt voru í gær ný tæki sem keypt voru fyrir gjöf Hringsins. Samtímis var opnaður nýr vefur, barnaspitali.is. fréttablaðið/ernir
Nýr vefur, barnaspitali.is, var opnaður í gær, á 111 ára afmæli kvenfélagsins Hringsins, samtímis því sem kynnt voru ný tæki sem keypt voru fyrir þær 110 milljónir króna sem Hringskonur gáfu Barnaspítala Hringsins í fyrra.

Á nýja vefnum má finna ítarlegt kynningarefni þar sem hægt er að fræðast um mismunandi deildir barnaspítalans og þá þjónustu sem þar er boðið upp á.

Fyrir gjöf Hringskvenna í fyrra voru keypt tæki á barna- og legudeild, á vökudeild og fyrir barnaskurðlækningar auk þess sem keypt var afþreyingarefni og fleira fyrir barna- og unglingageðdeildina.

„Hringurinn átti 110 ára afmæli í fyrra og gaf okkur þá þessa veglegu gjöf, 110 milljónir króna, í tilefni þess. Oftast höfum við sótt um styrk til Hringsins til kaupa á tækjum,“ segir Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala.

Hann segir nánast öll tæki á barnaspítalanum keypt fyrir gjafafé sem langmest hafi komið frá Hringnum í gegnum tíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×