SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR NÝJAST 23:48

Skattagögn skilađ 143 milljónum í endurálagningu

FRÉTTIR

Kaup United á Felipe Anderson sett á ís ţví Lazio neitar ađ borga honum bónus

 
Enski boltinn
14:30 07. JANÚAR 2016
Felipe Anderson vill fá ţađ sem honum var lofađ.
Felipe Anderson vill fá ţađ sem honum var lofađ. VÍSIR/GETTY

Þrjátíu og fimm milljóna punda kaup Manchester United á Brasilíumanninum Felipe Anderson frá Lazio hafa verið sett á ís í bili.

Þessi 22 ára gamli leikmaður er efstur á kauplista United í janáurmánuði en Ed Woodward, stjórnarformaður félagsins, fór til Rómar í desember til að ganga frá kaupum á leikmanninum.

Hann er aftur á móti ekkert að drífa sig frá Lazio því hann vill fá bónusgreiðslu sem félagið skuldar honum, en hún er hluti af riftunarverði hans.

Fótboltavefurinn Goal.com greinir frá því að riftunarverð Andersons sé 35 milljónir punda getur Lazio því ekki hafnað tilboði Manchester United.

Aftur á móti er ákvæði í samningi Brassans sem segir að hann eigi að fá prósentu af riftunarverðinu sé eitthvað lið tilbúið að kaupa hann fyrir þessa upphæð.

Lazio virðist ekki vera tilbúið til að borga Anderson þennan bónus og ætlar hann því að bíða með að taka ákvörðun um hvort hann fari til Manchester United.

Anderson, sem getur spilað á báðum vængjum, er búinn að skora fjögur mörk og gefa tvær stoðsendingar fyrir Lazio í ítölsku A-deildinni á tímabilinu.

Hann hefur ekki skorað eða lagt upp mark síðan í lok október og var skipt af velli í hálfleik gegn Carpi í gær eftir daprar 45 mínútur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Kaup United á Felipe Anderson sett á ís ţví Lazio neitar ađ borga honum bónus
Fara efst