Lífið

Katy Perry gefur út litskrúðugt tónlistarmyndband við nýjasta lag sitt

Anton Egilsson skrifar
Myndbandið er einkar litskrúðugt.
Myndbandið er einkar litskrúðugt. Skjáskot
Bandaríska söngkonan Katy Perry gaf í dag út tónlistarmynd við nýjasta lag sitt, Chained to the Rhytm. Er þetta fyrsta tónlistarmyndband Perry í töluverðan tíma en það er nokkuð ljóst að hún hefur engu gleymt. 

Hinn tvítugi Skip Marley syngur með Perry í laginu en hann á ekki langt að sækja sönghæfileikana því hann er barnabarn tónlistargoðsagnarinnar Bob Marley. Perry flutti lagið í fyrsta sinn opinberlega á Grammy‘s verðlaunhátíðinni um þar síðustu helgi og fékk hún mikið lof fyrir frammistöðu sína.

Aðdáendur Perry hafa beðið lengi eftir nýjum slagara frá söngkonunni en lítið hefur heyrst frá henni frá útgáfu síðustu plötu hennar Prism árið 2014 ef frá er talið lagið Rise sem var þemalag Ólympíuumfjöllunnar NBC í fyrra. Gera má ráð fyrir að lagið sé fyrsta smáskífa Perry af næstu plötu hennar en hún hefur enn ekki gefið út hvenær platan komi út.

Tónlistarmyndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan en það er einkar litskrúðugt. Sjón er sögu ríkari. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×