Katrín Olga býđur sig fram til formanns Viđskiptaráđs

 
Viđskipti innlent
10:46 15. JANÚAR 2016
Katrín Olga Jóhannesdóttir er stjórnarformađur Já.
Katrín Olga Jóhannesdóttir er stjórnarformađur Já.

Samkvæmt heimildum Vísis hyggst Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já, bjóða sig fram til formanns Viðskiptaráðs Íslands. Aðalfundur Viðskiptaráðs fer fram þann 11. febrúar næstkomandi.

Katrín Olga situr nú í stjórn Viðskiptaráðs. Ef Katrín Olga nær kjöri yrði þetta í fyrsta sinn sem kona væri kosin formaður Viðskiptaráðs Íslands.

Hreggviður Jónsson, forstjóri og aðaleigandi Veritas Capital hf., var kjörinn formaður Viðskiptaráðs árið 2012. Samkvæmt lögum Viðskiptaráðs er formanni óheimilt að sitja lengur en fjögur ár samfleytt.

Katrín Olga hefur setið í fjölda stjórna íslenskra fyrirtækja en situr nú meðal annars í stjórn Icelandair og Ölgerðarinnar.





Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Katrín Olga býđur sig fram til formanns Viđskiptaráđs
Fara efst