Lífið

Katrín Eva 11 ára: Crossfit er aðaláhugamálið

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Katrín Eva ætlar að skoða Gíbraltar í sumarfríinu.
Katrín Eva ætlar að skoða Gíbraltar í sumarfríinu. Fréttablaðið/Stefán
Katrín Eva Gunnþórsdóttir elskar að hreyfa sig og finnst langskemmtilegast í crossfit. Henni líkar aginn og metnaðurinn sem þar er að finna, auk þess sem félagsskapurinn er ekki af verri endanum, en um tuttugu eða þrjátíu krakkar æfa íþróttina með henni.

Katrín Eva er nýkomin heim frá Spáni, ásamt fjölskyldu sinni – mömmu, pabba og tveimur bræðrum sínum – þar sem henni fannst rosalega gaman að vera og spóka sig um.

Í hvaða skóla ertu, Katrín Eva? Ég er í Hofstaðaskóla í Garðabæ

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst mjög gaman að prjóna og vera úti með vinum mínum.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ætla á ströndina á Spáni, skoða Gíbraltar, kaupa föt og hafa gaman.

Hver eru áhugamál þín? Crossfit er mitt aðaláhugamál en ég hef líka mikinn áhuga á sögu, bæði Íslendingasögum og sögu heimsins.

Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Gíraffi.

Ertu að æfa eitthvað? Crossfit í Sporthúsinu.

Hvað er svona skemmtilegt við crossfit? Gaman að hreyfa sig, skemmtilegur félagsskapur og mér líkar aginn og metnaðurinn.

Eru mörg börn að æfa crossfit? Já, það eru allavega svona 20 til 30 krakkar að æfa með mér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×