Innlent

Kátir piltar koma samaná ný

Hafnfirska hljómsveitin Kátir piltar kemur saman annað kvöld eftir tuttugu ára hlé. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði, sem haldin verður í fyrsta sinn á morgun.  

Kátir piltar voru afar vinsælir undir lok níunda áratugarins og áttu smelli á borð við Feitar konur,Feisaðu fram á við og Varirnar.

Árið 1988 gaf hljómsveitin út stuttmyndina Hinir ómótstæðilegu, sem er  er hálftíma söngvamynd þar sem meðlimir hljómsveitarinnar brugðu sér í gervi lögreglugengis sem þarf að kljást við illvígan alþjóðlega glæpamann.

Eftir tuttugu ára hlé mun hljómsveitin svo stíga á stokk ásamt aðstoðarmönnum á fjörukránni annað kvöld. Er það í tengslum við tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði sem hefst á morgun. Tilefnið gæti varla verið betra, en hljómsveitarmeðlimir eru allir fæddir og uppaldir í Hafnarfirði. Þeir lofa miklu stuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×