Lífið

Kate Winslet var hrædd við Rickman

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Kate Winslet leikur garðyrkjumann í myndinni A Little Chaos.
Kate Winslet leikur garðyrkjumann í myndinni A Little Chaos. Mynd/Getty
Leikkonan Kate Winslet fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni A Litle Chaos sem er leikstýrt af Alan Rickman en hann fer einnig með eitt af aðalhlutverkum í myndinni.

Margir muna sjálfsagt eftir Rickman úr Harry Potter-myndunum en þar lék hann prófessor Snape og var oft á tíðum ansi ógnvekjandi.

Winslet vann fyrst með Rickmann fyrir tuttugu árum við kvikmyndina Sense and Sensibility og sagði í viðtali við OK! Magazine að á þeim tíma hefði hún verið dauðhrædd við Rickman. Núna, tuttugu árum síðar, segir hún hann hinn mesta herramann og að það hafi verið virkilega ánægjulegt að vinna með honum.

Winslet leikur garðyrkjumann í myndinni og í einu atriði myndarinnar dettur persóna hennar ofan í kalt vatn. Leikkonan sagði að hún væri ýmsu vön eftir Titanic og að það hefði verið lítið mál að láta sig gossa ofan í ískalt vatnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×