SUNNUDAGUR 29. MAÍ NÝJAST 23:30

Nýjar flóttamannabúðir í Grikklandi sagðar óhæfar dýrum

FRÉTTIR

Kate Winslet telur að pláss hafi verið á hurðinni fyrir Jack

 
Bíó og sjónvarp
23:09 02. FEBRÚAR 2016
Jack hefði mögulega passað á hurðina, að mati Kate Winslet.
Jack hefði mögulega passað á hurðina, að mati Kate Winslet. VÍSIR/IMDB/YOUTUBE

Leikkonan Kate Winslet mætti í spjallþátt Jimmy Kimmel í gærkvöld þar sem hún ræddi eitt dramatískasta atriðið í kvikmyndinni Titanic sem kom út árið 1997. Myndin sópaði til sín Óskarsverðlaunum en í henni léku þau Winslet og Leonardo DiCaprio parið ástfangna Rose og Jack.

Winslet uppljóstraði í þættinum að hún væri sammála skoðunum margra þess efnis að Rose hefði látið Jack deyja. „Ég held að það hafi alveg verið pláss fyrir hann á þessari hurð,“ sagði Winslet glettin. Hún segir það gleðja hana og DiCaprio enn þá í dag að aðdáendum myndarinnar sé svo annt um samband Rose og Jack. 

„Það er svo yndislegt, er það ekki? Og það eru tuttugu ár síðan.“Þau sátu við hlið hvors annars á SAG-verðlaununum um liðna helgi og flissuðu yfir allri athyglinni sem það fékk. 


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið

TAROT DAGSINS

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.
Forsíða / Lífið / Bíó og sjónvarp / Kate Winslet telur að pláss hafi verið á hurðinni fyrir Jack
Fara efst