Handbolti

Katar komið í úrslit á HM

Stuðningsmenn Katar fagna.
Stuðningsmenn Katar fagna. vísir/getty
Ævintýri fjölþjóðalandsliðs Katar í handbolta hélt áfram í dag er liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik HM. Það sá enginn fyrir að gæti gerst.

Katar skellti þá Póllandi, 31-29, í undanúrslitaleik. Staðan í hálfleik var 16-13 fyrir Katar.

Landslið Katar hefur vaxið með hverjum einasta leik og liðið sem hefur best náð 16. sæti á HM (Portúgal 2003) er nú komið í úrslit.

Rafael Capote og Kamalaldin Mallash skoruðu báðir sex mörk fyrir Katar.  Michal Jurecki langbestur í liði Pólverja með átta mörk.

Katar spilar við annað hvort Frakkland eða ríkjandi meistara frá Spáni í úrslitaleiknum.

Valero Rivera, þjálfari Katar, getur því orðið meistari annað mótið í röð en hann gerði Spánverja að heimsmeisturum fyrir tveim árum síðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×