Erlent

Katalónar hyggjast halda kosningu til streitu

ingvar haraldsson skrifar
Artur Mas, forseti Katalóníu, og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, funduðu í gær um framtíð Katalóníu.
Artur Mas, forseti Katalóníu, og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, funduðu í gær um framtíð Katalóníu. vísir/ap
Artur Mas, forseti Katalóníuhéraðs á Spáni, segir að enn sé stefnt að því að íbúar Katalóníu kjósi um sjálfstæði í nóvember þrátt fyrir að ríkisstjórn Spánar ætli að koma í veg fyrir að atkvæðagreiðslan fari fram.

Mas fundaði með Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í gær. Þar áréttaði Rajoy að kosningin um sjálfstæði Katalóníu yrði ólögleg. Ólíklegt er að deilan leysist á næstunni en ríkisstjórn Spánar vill alls ekki missa Katalóníu sem er eitt ríkasta hérað landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×