Kastađi sér út úr bíl og hljóp á strćtisvagna

 
Sport
11:45 23. FEBRÚAR 2017
Etim í UFC-bardaga.
Etim í UFC-bardaga. VÍSIR/GETTY

Fyrrum UFC-kappinn Terry Etim liggur lífshættulega slasaður á spítala í Liverpool eftir að hafa kastað sér fyrir ökutæki.

Hinn 31 árs gamli Etim var í bíl með vinum sínum er hann ákvað allt í einu að stökkva út úr bílnum og byrjaði svo að hlaupa á móti umferð.

Hann var ekki bara að hlaupa á móti umferðinni heldur kastaði sér á bílana sem komu á móti honum. Hann hljóp á að minnsta kosti þrjá strætisvagna og eyðilagðist rúðan á einum þeirra.

„Þetta er það hræðilegast sem ég hef séð. Vinir hans voru að hlaupa á eftir honum og náðu honum niður en hann losnaði aftur frá þeim og hélt áfram að kasta sér á bíla,“ sagði hárgreiðslukona sem varð vitni að atvikinu.

„Hann var ekki að reyna að meiða neinn nema sjálfan sig. Hann var blóðugur frá toppi til táar.“

Etim barðist í UFC frá 2007 til 2013 og var með 6-5 árangur þar. Hann náði svo einum bardaga hjá Bellator áður en hnémeiðsli bundu enda á feril hans.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Kastađi sér út úr bíl og hljóp á strćtisvagna
Fara efst