Erlent

Kastaði sér niður í krókódílagryfju

Atli Ísleifsson skrifar
Sambærilegt atvik átti sér stað í þessum sama garði í Taílandi árið 2002.
Sambærilegt atvik átti sér stað í þessum sama garði í Taílandi árið 2002. Vísir/AFP
Taílensk kona fyrirfór sér með því að stökkva ofan í krókódílagryfju á dýragarði nærri höfuðborginni Bangkok síðastliðinn föstudag.

Sjónarvottar segja hina 65 ára Wanpen Inyai hafa farið úr skónum og svo kastað sér ofan í þriggja metra djúpa gryfjuna þar sem fleiri hundruð krókódíla dvelja.

Í frétt BBC segir að öryggismál á taílenskum ferðamannastöðum séu oft í ólagi. Starfsfólk garðsins reyndu að nota löng prik til að stöðva árásir krókódílanna en ekki tekist að bjarga konunni.

Fyrr um daginn höfðu ættingjar konunnar ætlað sér að tilkynna um hvarf hennar, en verið tilkynnt af fulltrúum yfirvalda að bíða sólarhring áður en eitthvað væri hægt að gera í málinu. Að sögn hafði konan glímt við þunglyndi síðustu mánuði.

Sambærilegt atvik átti sér stað í þessum sama dýragarði árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×