Fótbolti

Kastaði grjóti í knattspyrnumann sem lést

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ebossé í leik með Kabylie
Ebossé í leik með Kabylie Mynd/heimasíða JS Kabylie
Áhorfandi á leik í alsírsku úrvalsdeildinni í fótbolta kastaði grjóti í höfuð kamerúnska framherjans Albert Ebossé með þeim afleiðingum að hann lést í deildarleik í gær.

Ebossé var aðeins 24 ára gamall og var á leið til búningsherbergja þegar grjótið hæfði hann í höfuðið með þeim afleiðingum að hann hné niður og lést skömmu seinna í örmum fyrirliða síns Ali Rial. Hann skoraði mark JS Kabulie í 2-1 tapi gegn USM Alger í leiknum.

„Ég er niðurbrotinn. Ég veit ekki hvernig ég kemst yfir þetta,“ sagði fyrirliðinn. „Hann lést í örmum mínum. Ég trúi ekki að við höfum misst hann fyrir fullt og allt. Hann var góður maður.“

Í tilkynningu frá Kabylie segir að Innanríkisráðuneytið í Alsír muni rannsaka hvað varð til þess að Ebossé lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×