Erlent

Kastaði grjóti í höfuðið á sjö ára stelpu

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn fílanna þriggja í dýragarðinum.
Einn fílanna þriggja í dýragarðinum. Vísir/AFP
Sjö ára stúlka lét lífið eftir að hafa fengið grjót í höfuðið í dýragarði í Rabat í Marokkó á þriðjudaginn. Fíll í dýragarðinum kastaði grjótinu um tíu metra í átt að hópi gesta en grjótið lenti í höfði stúlkunnar og hún lést nokkrum tímum síðar. Starfsmenn dýragarðsins reyna nú að átta sig á því af hverju fíllinn kastaði grjótinu að gestum dýragarðsins.

Í samtali við AP fréttaveituna segja starfsmenn dýragarðsins að starfsmennirnir skilji þetta ekki. Þau séu mjög leið yfir þessu, en það sé ekki hægt að kenna fílinum um.

Þrír fílar eru í dýragarðinum og hefur aðgengi gesta að búri þeirra verið lokað um skeið. Samkvæmt frétt Guardian sat stúlkan á öxlum föður síns þegar hún fékk grjótið í sig.

Í tilkynningu frá dýragarðinum lýsa forsvarsmenn garðsins yfir samúð með fjölskyldu stúlkunnar en segjast ekki bera ábyrgð á atvikinu þar sem það hafi verið ófyrirsjáanlegt slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×