Erlent

Kasparov segir Pútín vera hættulegasta mann heims

Atli Ísleifsson skrifar
Garry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák, er mikinn andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta.
Garry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák, er mikinn andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta. Vísir/AFP
Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, segir Vladimír Pútín Rússlandsforseta vera hættulegasta mann heims og að heiminum steðji meiri hætta af honum en IS-samtökunum.

„Mögulegt er að vinna stríðið gegn IS á jörðinni. Það er klárt að ef Bandaríkin ákveða að eyða IS, þá er hægt að salla þau niður á einum sólarhring en það er ekki hægt þegar kemur að Pútín,“ segir Kasparov við Yahoo News.

Kasparov gagnrýndi einnig Vesturlönd og það sem hann kallaði veik viðbrögð þeirra við stefnu Pútíns í málefnum Úkraínu.

„Pútín og fylgdarlið hans hafa þegar lært að gera greinarmun á orðum og raunverulegum aðgerðum. Þetta er ekki skák, leikur þar sem farið er eftir reglum. Út frá sjónarhóli Pútíns er þetta frekar eins og póker. Og enn sem komið er hefur hann komist að því að andstæðingurinn veitir litla mótspyrnu,“ segir Kasparov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×