Handbolti

Karólína kemur í stað Díönu hjá ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karólína spilar með ÍBV næstu tvö árin.
Karólína spilar með ÍBV næstu tvö árin. vísir/vilhelm
Hornamaðurinn Karólína Bæhrenz Lárudóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV.

Karólína lék með Boden Handboll í sænsku B-deildinni á síðasta tímabili en hún hefur ákveðið að snúa aftur heim og spila í Olís-deildinni.

Karólína varð Íslandsmeistari með Val og Gróttu áður en hún fór til Svíþjóðar. Þá hefur hún leikið 21 A-landsleik fyrir Ísland.

Karólína kemur til með að fylla skarð Díönu Daggar Magnúsdóttur í hægra horninu hjá ÍBV en sú síðarnefnda er gengin í raðir Vals.

ÍBV endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili og tapaði 2-1 fyrir Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×