Innlent

Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir
Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru fyrr í dag er látinn. Þetta staðfestir Oddur Árnason, hjá lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Vísi.

Maðurinn, sem var erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, var að snorka í gjánni á Þingvöllum þegar hann óskaði eftir aðstoð leiðsögumanns. Sá fór að ferðamanninum og aðstoðaði hann í land en á þeirri stundu missti ferðamaðurinn meðvitund.

Þegar honum hafði verið komið á þurrt hófust endurlífgunartilraunir. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á Suðurlandi vegna málsins:

Maðurinn sem fluttur var með þyrlu LHG frá Þingvöllum í dag var úrskurðaður látinn á Landspítala Háskólasjúkrahúsi skömmu eftir komuna þangað. Maðurinn mun, að sögn vitna, hafa kallað til aðstoðar vegna andþyngsla og misst meðvitund skömmu eftir að leiðsögumaður kom honum til hjálpar. Rannsókn málsins er í höndum Lögreglunnar á Suðurlandi og verða frekari upplýsingar ekki gefnar fyrr en að lokinni krufningu.


Tengdar fréttir

Meðvitundarlaus maður við Silfru

Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum.

Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru

Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram.

Lést eftir snorkl í Silfru

Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×