Innlent

Karl Axelsson settur hæstaréttardómari

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Axelsson.
Karl Axelsson. Vísir/GVA
Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður hefur verið settur dómari við Hæstarétt Íslands. Karl er reyndur lögmaður og meðal annars meðeigandi í LEX lögmannstofu. Hann hefur einnig kennt eignarrétt við Háskóla Íslands frá 1992 og er dósent við lagadeild skólans.

Hin síðari ár hefur hann verið mest áberandi sem verjandi Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í máli sem ákæruvaldið höfðaði gegn honum og í málum sem ákæruvaldið hefur höfðað gegn Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg.

Karl er settur dómari frá 16. október næstkomandi til 15. apríl. Hann leysir Viðar Má Matthíasson hæstaréttardómara af, en sá síðarnefndi hefur fengið leyfi til þess að skrifa bók um vátryggingarétt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×