MÁNUDAGUR 23. JANÚAR NÝJAST 09:40

Friđarviđrćđur hafnar í Astana

FRÉTTIR

Kári Stefánsson: „Ţađ skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“

 
Innlent
16:23 09. JANÚAR 2016
Forstjóri Íslenskar erfđagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag.
Forstjóri Íslenskar erfđagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að engu máli skipti hvar nýr Landspítali er reistur, svo lengi sem nægilegt fjármagn fyrir hann sé tryggt. Þetta kom fram í máli Kára á málfundi Pírata um nýbyggingu Landspítalans og framtíðarsýn íslenskra spítala, sem enn stendur yfir.

Sara Óskarsdóttir Pírati deilir myndbroti af ræðu Kára á Facebook-síðu sinni og má sjá það neðst í þessari frétt. Það vekur athygli hvað Kára er mikið niðri fyrir er hann ræðir deilur um staðsetningu nýs spítala, en hann ber í borðið og blótar óspart.

„Markmiðið okkar er ekki endilega að gera það sem er skynsamlegast út frá skipulagsfræði, heldur að hlúa að fólki,“ sagði Kári. „Það má ekki gleyma þessu og spítalinn er bara hluti af þessu öllu saman.“

Kári sagði það verkefni Pírata, sem séu ferskir vindar í íslenskum stjórnmálum, að tryggja að nægilega sé fjárfest í heilbrigðiskerfinu hér á landi.

„Og það skiptir engu fokking máli hvar svona andskotans spítali er reistur,“ hrópaði svo Kári og barði í borðið. „Það er aukaatriði! Hvernig vogið þið ykkur að gera það að deilumáli núna? „Give me a fucking chance, alright?“ Við þurfum að gera þetta almennilega, hvar svo sem spítalinn er settur niður.“


ŢAĐ SEM KÁRI SAGĐI. Takk.

Posted by Sara Oskarsson on 9. janúar 2016
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Kári Stefánsson: „Ţađ skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“
Fara efst