Lífið

Kári Stefáns vill 195 milljónir fyrir Breiðholtið

Ellý Ármanns skrifar
Eins og sjá má á fasteignavef Vísis vill Kári Stefánsson 195 milljónir fyrir jörðina Breiðholt í Flóahreppi. Kári keypti jörðina þar sem hann ætlaði að byggja upp hrossarækt enda mikill hestamaður hér á ferð. Þau áform Kára hafa augljóslega breyst því nú er jörðin til sölu.

Eins og segir í lýsingu Fasteignamiðstöðvarinnar er jörðin talin um 165 hektarar að stærð og er þar af ræktað land um 37 hektarar. 

Breiðholt er nýbýli úr Önundarholti og að stórum hluta vel ræktanlegt land. Húsið, sem er byggt 1972, er 177,3 m2 og að auki sambyggður 38,3 m2 bílskúr. Þá er fjós á jörðinni fyrir 26 kýr í básum og 30 í lausagöngu, tvær hlöður og sambyggt 183 m2 kálfahús.

Hér er um að ræða góða jörð með ágætum húsakosti. Jörðin er án bústofns, véla og framleiðslurétta.

Sjá eignina á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×