Enski boltinn

Kári og Jóhann Berg á skotskónum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári skoraði mikilvægt mark.
Kári skoraði mikilvægt mark. Vísir/Getty
Kári Árnason og Jóhann Berg Guðmundsson voru báðir á skotskónum í sigrum sinna liða í ensku B-deildinni í fótbolta nú fyrr í dag. Ellefu leikir fóru fram.

Kári skoraði mikilvægt sigurmark Rotherham gegn Millwall í fallslag, en hann skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1. Rotherham í 21. sætinu, en Millwall sæti neðar.

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrsta mark Charlton í 3-0 sigri þeirra á Huddersfield. Jóhann Berg skoraði markið á 34. mínútu beint úr aukaspyrnu. Anthony Watt bætti við tveimur mörkum. Charlton í tólfta sæti deildarinnar.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn í tapi Cardiff á heimavelli gegn Wolves. Cardiff í fimmtánda sætinu.

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði tíu mínútur í 1-0 sigri Bolton á Brighton. Zach Clough skoraði eina mark leiksins.

Topplið Derby tapaði óvænt gegn Fulham á heimavelli, en lokatölur 2-0 sigur Fulham.

Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Úrslit dagsins:

Birmingham - Brentford 1-0

Blackpool - Wigan 1-3

Bolton - Brighton 1-0

Cardiff - Wolves 0-1

Charlton - Huddersfield 3-0

Fulham - Derby 2-0

Leeds United - Watford 2-3

Reading - Nottingham Forest 0-3

Rotherman United - Millwall 2-1

Sheffield Wednesday - Middlesbrough 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×