Handbolti

Kári Kristján til Vals

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Valsmenn hafa gengið frá samningum við línumanninn Kára Kristján Kristjánsson.

Kári Kristján sneri heim úr atvinnumennsku í vor en hann hefur síðustu ár leikið í Þýskalandi og Danmörku. Í fyrstu stefni í að hann myndi spila með ÍBV en ekkert varð úr því.

Valur gerði eins árs samning við Kára Kristján sem hefur tvívegis greinst með góðkynja æxli á baki á ferlinum, síðast fyrir fáeinum vikum síðan.


Tengdar fréttir

Kári á förum frá Bjerringbro-Silkeborg

„Það er ljóst að ég er á förum enda er samningur minn hér á enda. Það er alveg óvíst hvert ég fer næst,“ segir línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson.

Sár og svekktur út í ÍBV

„Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Greindist aftur með æxli í bakinu

Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson varð fyrir gríðarlegu áfalli á dögunum þegar í ljós kom að stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×