Handbolti

Kári Kristján: Helvíti er Kristjáni hugleikið að afskrifa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári hvetur hér Ómar Inga Magnússon áfram á HM í janúar.
Kári hvetur hér Ómar Inga Magnússon áfram á HM í janúar. vísir/afp
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson gefur lítið fyrir þá skoðun Kristjáns Arasonar að hann og fleiri eigi að víkja úr landsliðinu.

„Núna eru stórar ákvarðanir sem þjálfararnir verða að taka. Við erum með Guðjón Val, Arnór Atla, Ásgeir Örn og Kára. Ég er á því að fá bara unga leikmenn inn fyrir alla þessa fjóra leikmenn. Ég held að það sé kominn tími á að liðið hans Arons Pálmarssonar taki við. Við vorum með liðið hans Ólafs Stef og svo með liðið hans Guðjóns Vals. Mér finnst kominn tími á að gefa þessum yngri mönnum allt sviðið,“ segir hann,“ sagði Kristján í viðtali við íþróttadeild 365 á dögunum.

Kári svaraði fyrir þessi ummæli Kristjáns í Akraborginni á X-inu í dag.

„Helvíti er Kristjáni hugleikið að afskrifa,“ sagði Kári beittur.

„Ég átta mig ekki alveg á þessu. Þetta er samt bara hans skoðun og ég ætla bara ekkert að virða hana. Þeir sem lentu í höggstokknum hjá honum er til að mynda Guðjón Valur. Ég held að hann sé fimmti markahæsti leikmaðurinn í Bundesligunni. Hart og vond skilaboð til ungra leikmanna að ef þú standir þig svona vel eigirðu samt ekki erindi í landsliðið. Það þykir mér afskaplega sérstök nálgun.“

Heyra má viðtal Hjartar Hjartarsonar við Kára Kristján í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×