Enski boltinn

Kári komst á blað hjá Rotherham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Kári Árnason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Rotherham í ensku B-deildinni í kvöld er liðið  vann 2-0 sigur á Blackburn.

Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni síðan í rúman mánuð en liðið er í sautjánda sæti með ellefu stig. Kári skoraði með skoti í teig eftir hornspyrnu strax á fimmtu mínútu.

Brighton og Cardiff gerðu 1-1 jafntefli. Bruno kom Brighton yfir á 20. mínútu en Kenwyne Jones jafnaði metin fyrir Cardiff aðeins mínútu síðar. Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn í liði Cardiff sem er í þrettánda sæti deildarinnar með þrettán stig.

Norwich hélt toppsæti sínu í deildinni þrátt fyrir að hafa tapað 1-0 fyrir Charlton. Liðið er með 20 stig, rétt eins og Nottingham Forest og Watford. Derby kemur næst með nítján stig í fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×