Fótbolti

Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári hefur átt flott mót.
Kári hefur átt flott mót. vísir/getty
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian.

Valið í úrvalsliðið er byggt á einkunnagjöf the Guardian en Kári er með meðaleinkunn upp á 7,33. Kári fékk níu í einkunn fyrir fyrsta leik Íslands gegn Portúgal, sex fyrir annan leikinn gegn Ungverjalandi og sjö fyrir þriðja leikinn gegn Austurríki.

Ragnar Sigurðsson, félagi Kára í miðri íslensku vörninni, var einnig með 7,33 í meðaleinkunn í riðlakeppninni ásamt Þjóðverjanum Jérome Boateng, Norður-Íranum Jonny Evans og Pólverjanum Kamil Glik. Kári varð hins vegar fyrir valinu í úrvalsliðið.

Sjá einnig: Einkunnir íslenska liðsins: Kári bestur

Kári er í hjarta varnarinnar í úrvalsliðinu ásamt Ítalanum Giorgio Chiellini sem er með 7,5 í meðaleinkunn.

Michael McGovern var besti markvörðurinn í riðlakeppninni að mati the Guardian.vísir/getty
Englendingurinn Kyle Walker (8,0) og Þjóðverjinn Jonas Hector (7,0) eru einnig í vörn úrvalsliðsins og Norður-Írinn Michael McGovern (7,66) stendur í markinu.

Sjá einnig: Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM

Hannes Þór Halldórsson er með næsthæstu meðaleinkunn markvarða á EM, eða 7,0.

Auk áðurnefndra leikmanna eru Walesverjarnir Aaron Ramsey (8,0) og Gareth Bale (7,33), Pólverjinn Grzegorz Krychowiak (7,66), Króatinn Luka Modric (8,5), Ítalinn Andrea Candreva (8,0) og Frakkinn Dimitri Payet (8,0) í úrvalsliðinu.

The Guardian valdi einnig vonbrigðalið EM til þessa en það, sem og úrvalsliðið, má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Vill ráða Gumma Ben til CBS

Spjallþáttastjórnandinn vinsæli, Stephen Colbert, var, líkt og heimurinn, afar ánægður með lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslands gegn Austurríki.

Rooney: Við viljum vinna EM

Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, hefur mikla trú á enska landsliðinu á EM og segir að liðið geti gert ótrúlega hluti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×