Enski boltinn

Kári í tapliði Rotherham - Jói Berg og félagar taplausir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kári Árnason spilaði allan leikinn fyrir Rotherham.
Kári Árnason spilaði allan leikinn fyrir Rotherham. vísir/getty
Kári Árnason stóð vaktina í vörn Rotherham sem fékk á sig þrjú mörk í fimm marka leik gegn Bolton í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Nýliðar Rotherham tóku forystuna með marki AnthonyWordsworth á 33. mínútu, en tvö mörk frá Joe Mason á 60. og 80. mínútu komu heimamönnum yfir, 2-1.

Rotherham jafnaði metin, 2-2, tveimur mínútum síðar en Mason innsiglaði þrennuna á 84. mínútu og tryggði Bolton stigin þrjú.

Aron Einar Gunnarsson sat allan tímann á varamananbekknum hjá Cardiff sem tapaði heima gegn Middlesbrough, 1-0. Garcia Kike skoraði eina mark leiksins.

Jóhann Berg Guðmundsson er enn frá vegna meiðsla og var því ekki í leikmannahópi Charlton sem gerði 1-1 jafntefli við Úlfana á heimavelli.

Charlton er enn taplaust í deildinni með þrjá sigra og fjögur jafntefli, en það er í fimmta sæti B-deildarinnar með 13 stig eftir sjö leiki.

Cardiff er í 17. sæti með átta stig og Rotherham sæti neðar með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×