Fótbolti

Kári: Ég hefði auðveldlega getað skorað tvö mörk

Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar
Kári Árnason spilaði mjög vel í dag.
Kári Árnason spilaði mjög vel í dag. vísir/epa
Kári Árnason átti frábæran leik og var kjörinn maður leiksins á Vísi fyrir frammistöðu sína gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016 í dag.

Kasakarnir reyndu mikið af löngum sendingum fram þar sem Kári réð ríkjum í loftinu.

Sjá einnig:Kári Árnason bestur í Astana | Einkunnir íslenska liðsins

„Þetta hentaði mér svo sem ágætlega. Þeir voru að spila mikið af háum boltum. Einu skiptin sem þeir sköpuðu eitthvað var í föstum leikatriðum,“ segir Kári.

„Ég er ekki nógu ánægður með nokkur atriði eins og þegar þeir skalla í stöngina. Í heildina var þetta samt mjög góður sigur.“

„Eiður kemur inn með ákveðna reynslu og það munar um það og skorar auðvitað glæsilegt mark,“ segir Kári.

Kári og Ragnar Sigurðsson hafa náð frábærlega saman í hjarta varnarinnar, en þetta var fjórði leikurinn af fimm sem Ísland heldur hreinu í í undankeppninni.

Sjá einnig:Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana

„Eins og ég hef margoft snert á þá líður okkur Ragga mjög vel saman. Það er mjög ánægjulegt hvað við náum að halda hreinu og leiðréttum það sem var rangt í HM-undankeppninni,“ segir Kári en hann og Raggi voru líka mikið í boltanum í dag.

„Við erum ekkert að taka alltof mikla sénsa. Við reynum engar sendingar á menn inn á miðju þegar þeir eru með menn í bakinu.“

Eiður Smári skoraði fyrsta markið á 23. mínútu og þau hefðu getað verið mun fleiri. Sjálfur fékk Kári tækifæri til að skora.

„Fyrsta markið tekur pressu af okkur og þá fáum við tækifæri til að halda boltanum betur og skapa fleiri færi. Sjálfur hefði ég auvðeldlega getað skorað tvö mörk í þessum leik. Fleiri hefðu getað skorað þannig 3-0 er bara sanngjarnt,“ segir Kári Árnason.


Tengdar fréttir

Birkir Bjarna: Gæti ekki verið betra

Birkir Bjarnason skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Kasakstan á Astana-leikvanginum í kvöld og hann var að vonum kátur í leikslok eftir flottan sigur.

Twitter logar eftir mark Eiðs

Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×