Fótbolti

Kári Árna: Besta íslenska landslið fyrr og síðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári Árnason í leiknum í kvöld.
Kári Árnason í leiknum í kvöld. Vísir/Valli
Kári Árnason stóð vaktina í vörninni af stakri prýði í 1-0 sigrinum á Hollandi í kvöld og var valinn maður leiksins af íþróttafréttamönnum Vísis.

„Við höfum alltaf trú á að við getum unnið alla leiki. Þessi leikur var ekkert frábrugðin. Við vorum að skapa helling af færum þó þeir væru með ellefu leikmenn á vellinum. Þeir voru alveg hættulegir en sköpuðu engin dauðafæri. Þegar skot læddust í gegn var Hannes með þetta á hreinu,“ sagði Kári í leikslok.

„Við bjuggumst við því að þeir yrðu mikið með boltann en ég bjóst kannski við meiri pressu fyrstu tuttugu mínúturnar. Lið eiga til að reyna að keyra yfir lið á heimavelli fyrstu mínúturnar. Við lokuðum svæðum mjög vel og vorum með þetta under full control.“

Kári nýtur hverrar mínútu með landsliðinu og stundin í kvöld er stór.

„Þetta er bara snilld. Frábært að fá að vera partur af þessu. Þetta er besta íslenska landslið fyrr og síðar. Snilld að fá að vera með í því.“


Tengdar fréttir

Birkir Bjarna: Heppnir að Robben fór af velli

Birkir Bjarnason var maðurinn á bak við sigurmarkið á móti Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld en hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark leiksins úr í upphafi seinni hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×