Handbolti

Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg.

„Gaupi sagði að þetta gengi ekki upp og ég ákvað að mæta honum á miðri leið. Tók aðeins af því. Ég gerði þetta fyrir Gaupuna. Ég mun ekki taka allt af því þá er ég dottinn í leikskólaútliðið,“ sagði hinn ávallt létti Eyjamaður.

Kári er þekktur stemningskall og finnst ekkert sérstaklega leiðinlegt að fara með liðinu á stórmót.

„Við erum svo skemmtilegir og fínir en maður er lítið að tala við gaurana í hinum liðunum. Stemningin í liðinu í Noregs-leiknum var ofsalega flott.“

Sjá einnig: Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing

Kári segir að liðið eigi mikið inni en hann fær ekki að glíma við stóra stráka frá Hvíta-Rússlandi í dag þar sem honum var skipt út fyrir Ólaf Guðmundsson í morgun.

„Þeir geta stillt upp í flotta 6/0 vörn og geta líka farið í framliggjandi vörn. Við megum búast við öllu frá þeim.“

Sjá má viðtalið við Kára Kristján í heild sinni hér að ofan en þar lætur Kári ekki undan þögninni í lokin.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).




Tengdar fréttir

Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið

Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið.

Hryðjuverkaógn á EM í handbolta

Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×