Innlent

Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra

Birgir Olgeirsson skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/GVA
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir alveg ljóst að hann muni svara grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Tilefni skrifa forsætisráðherra eru án nokkurs vafa grein Kára hvar fyrirsögnin er „Einnota ríkisstjórn“ sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Sigmundur Davíð nefnir Kára aldrei á nafn, kallar hann „Toppara“ og í lýsingum forsætisráðherra má ljóst vera að þar fer ábyrgðarlaus yfirgangsseggur sem lætur staðreyndir ekki þvælast fyrir sér; með öðrum orðum alger besservisser sem veit allt betur en allir aðrir:

„En topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar,“ skrifar Sigmundur Davíð í lok greinar sinnar.

Sigmundur Davíð hefur grein sína á að lýsa manni sem hann rakst á fyrir löngu í samkvæmi. mann sem talaði yfir allt og alla, vissi allt betur en aðrir og taldi sig geta gert öðrum mönnum betur.

„Ég er svolítið upp með mér yfir því að hafa fengið skvettu úr koppi forsætisráðherra, en það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér,“ var það eina sem Kári vildi láta hafa eftir sér um málið í samtali við Vísi að svo stöddu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×