Karen fór á kostum í stórsigri Nice

 
Handbolti
21:17 20. JANÚAR 2016
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. VÍSIR/GETTY
T'omas Ţór Ţórađrson skrifar

Landsliðskonurnar Karen Knútsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir fögnuðu flottum sigri á Issy Paris með liði sínu Nice, 26-19, í frönsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Fyrir leikinn var Nice í sjötta sæti af níu liðum í deildinni með 20 stig en Issy Paris með 26 stig í þriðja sæti.

Heimakonur í Nice réðu lögum og lofum á vellinum og náðu mest níu marka forskoti í seinni hálfleik, 24-14. Sigurinn var í meira lagi sanngjarn.

Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, fór hamförum í leiknum og skoraði sjö mörk úr níu skotum. Hún var markahæst ásamt Samiru Rocha.

Karen spilaði 38 mínútur í leiknum en Arna Sif Pálsdóttir spilaði 44 mínútur og skoraði eitt mark úr tveimur skotum.

Norska landsliðskonan Hanna Oftedal var markahæst í liði Issy Paris með fimm mörk en systir hennar Stine Oftedal átti erfiðan dag og skoraði aðeins tvö mörk úr átta skotum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Karen fór á kostum í stórsigri Nice
Fara efst