Innlent

Kárahnjúkavirkjun sögð vera meðal sex verstu virkjanna heims

Mynd/Ómar
Kárahnjúkavirkjun er meðal sex verstu virkjanna heims, með tillliti til náttúruspjalla og félagslegrar röskunar, að mati umhverfissamtakanna World Wildlife fund. Samtökin hafa gagnrýnt virkjannaframkvæmdir víða um heim og segja þær halda áfram að skapa mikil félagsleg og umhverfisleg vandamál, þrátt fyrir alþjóðlegar áætlanir, sem hafa verið í gildi síðastliðin fimm ár, um að draga beri úr slíkum áhrifum. Samtökin áætla að víða um heim séu um 400 stórar virkjanir í byggingu og hundruðir fleiri séu ráðgerðar. Samtökin gagnrýna sérstaklega sex virkjanir; Kárahnúkavirkjun, Chalillo virkjun í Belís, Ermenek virkjun í Tyrklandi, Nam Theun 2 verkefnið í Laos, Melonares virkjunina á Spáni og Burnett virkjun í Ástralíu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×