Handbolti

Karabatic-bræður sitja naktir fyrir á frönsku dagatali

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luka og Nikola Karabatic.
Luka og Nikola Karabatic. mynd/dvs
Guðir Vallarins eða Dieux du Stade er árlegt dagatal sem kemur út á haustin. Það er mjög vinsælt í Frakklandi enda sitja fyrir á því íþróttamenn landsins án klæða.

Útgáfa dagatalsins hófst árið 2001, en fyrstu sátu aðeins fyrir á því leikmenn Stade Francais, ruðningsliðs frá París.

Undanfarin ár hafa fleiri fengið að taka þátt og á nýjustu útgáfunni sem kemur út annan október má til dæmis sjá bræðurnar Luka og Nikola Karabatic, landsliðsmenn í handbolta, standa saman nakta í sundlaug.

Fram kemur á heimasíðu dagatalsins að knattspyrnumaðurinn Djibril Cissé og handboltamaðurinn William Accambray sitji einnig fyrir á dagatalinu að þessu sinni.

Fleiri myndir og myndbönd má sjá á Twitter-síðu dagatalsins með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×