Lífið

Kara segir kynlíf með ferðamönnum dautt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kara Kristel ræðir vikulega opinskátt um kynlíf á FM957.
Kara Kristel ræðir vikulega opinskátt um kynlíf á FM957.
Kara Kristel Ágústsdóttir hefur vakið töluverða athygli eftir að hún hóf að rita pistla á bloggsíðunni sinni þar sem hún tjáir sig opinskátt um kynlífið sitt.

Hún hefur einnig verið reglulegur gestur í Brennsluna á FM957. Kara mætti í Brennsluna í morgun og ræddi við þá bræður um kynlíf.

„Ég held að það hafi verið rosalega heitt að sofa hjá ferðamönnum árið 2010 en núna er það alveg dautt. Bæði hjá mér og öllum vinkonum mínum,“ segir Kara.

„Það er rosalegt „turnoff“ þegar einhver útlendingur er að reyna við þig í bænum. Þú bara vilt ekkert tala við hann. Útlendingar eru bara ekki með sama íslenska hugafarið. Þeir verða svo ástsjúkir.“

Kara segir að flestir túristar á djamminu séu klæddir eins og þeir séu að fara í fjallgöngu. Hún segir að svartir menn séu ekki eins vinsælir í dag og þeir voru hér áður fyrr.

„Bandaríkjamenn eru reyndar mjög duglegir við það að hrósa fólki og Íslendingar mega taka það til fyrirmyndar.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Köru í heild sinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×