Lífið

Kanye telur sig verða fyrir mismunun í tískuheiminum því hann er ekki samkynhneigður

Birgir Olgeirsson skrifar
Kanye West.
Kanye West. vísir/getty
Rapparinn Kanye West telur sér mismunað í tískuiðnaðinum því hann er ekki samkynhneigður. Rapparinn lét þessi ummæli falla í nærri tveggja klukkustunda löngu viðtali við þáttinn In Camera hjá SHOWstudio.

„Mér finnst ég verða fyrir mismunun í tískuheiminum fyrir að vera ekki samkynhneigður. Þegar kemur að tónlist, er þér klárlega mismunað ef þú ert samkynhneigður. Það þarf hins vegar ótrúlegt hæfileikafólk til að brjóta niður veggi. Margir héldu að það myndi hafa slæm áhrif á feril Frank Ocean þegar hann kom út úr skápnum. Mér finnst það vera klisja að ræða hann í þessu samhengi, en það eru til margir brautryðjendur og hann ruddi brautina. Þeir sem gera það skrifa sig á spjöld sögunnar.“

West nefndi í því samhengi Caitlyn Jenner sem hefur þakkað West sérstaklega fyrir að hafa opnað huga Kim Kardashian fyrir kynleiðréttingarferlinu. West sagði að sér væri nokk sama hvað öðrum finnst um hann.

„Ég er stoltur af því að tilheyra fjölskyldu sem býr yfir svo mörgum brautryðjendum. Ég er enn að venjast því hvað er pólitískt rétt að segja.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×