Innlent

Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir. Vísir/Pjetur
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segist ekkert kannast við lýsingar Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra á fundi þingflokks Framsóknarflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reyndi að fá umboð forseta Íslands til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í apríl.

„Ég kannast ekki við neitt af þessu,“ skrifar Vigdís á Facebook-síðu sína. „Mér var sem betur fer haldið utan við þessa ógeðslegu aðför. Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins. Það var í það minnsta ekki allur þingflokkurinn.“

Sigurður Ingi sagði frá því á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að Sigmundur hefði misst stuðning þingflokksins á þeim örlagaríka degi. Þingflokkurinn hefði ætlað að setja Sigmund til hliðar áður en hann mætti á fundinn.

Sjá einnig: Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl

Vigdís vísar einnig í frétt á vef Mbl.is þar sem hún segist enn ekki vera búin að átta sig á því hvað gerðist þennan dag. Hún segir þingflokkinn ekki hafa verið búinn að ákveða að setja Sigmund til hliðar. Hún sé í þingflokknum og greinilegt sé að Sigurður hafi verið að tala um hluta hans „því það vita allir að ég styð Sigmund Davíð allan tímann“.


Tengdar fréttir

Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×