Innlent

Kannabisræktun stöðvuð á sveitabæ í Svarfaðardal

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hald var lagt á 58 kannabisplöntur á bænum og um 100 grömm af kannabisefnum.
Hald var lagt á 58 kannabisplöntur á bænum og um 100 grömm af kannabisefnum. vísir/getty

Lögreglan á Norðurlandi eystra framkvæmdi húsleit á sveitabæ í gær þar sem hald var lagt á 58 kannabisplöntur og um 100 grömm af kannabisefnum. Þar að auki var lagt hald á búnað til ræktunarinnar.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að þrír menn hafi verið handteknir vegna málsins en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Samkvæmt heimildum RÚV er sveitabærinn í Svarfaðardal en þetta herma heimildir Vísis einngi. Ekki var búið á bænum heldur var hann í útleigu og húsnæðið eingöngu notað undir kannabisræktun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×