Innlent

Kanna styttingu vinnuvikunnar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Auglýst eftir ríkisstofnunum sem vilja styttri vinnuviku.
Auglýst eftir ríkisstofnunum sem vilja styttri vinnuviku. vísir/stefán
Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum frá vinnustöðum ríkisins um þátttöku í tilraunaverkefni ráðuneytisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Kanna á hvort slík stytting leiði til ávinnings bæði starfsmanna og vinnustaða.

Fækka á vinnustundum á fjórum vinnustöðum úr 40 í 36 á viku án þess að laun verði skert. Tilraunin stendur í eitt ár, frá 1. febrúar 2017.

Er óskað eftir því að í umsókn komi fram hugmyndir um útfærslu styttingu vinnuvikunnar á viðkomandi vinnustað.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Fundum fækkað til að stytta vinnudaginn

Mikil ánægja er meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Starfsfólkið er úthvíldara eftir helgarnar og getur varið meiri tíma með fjölskyldunni. Hjá Barnavernd Reykjavíkur hefur árangur haldist óbreyttur þrátt fyrir styttri vinnuviku en þar hefur starfsmannafundum verið fækkað.

Styttri vinnuvika fjarlægur draumur íslensku ofurfjölskyldunnar

Daglegt líf íslenskra foreldra virðist einkennast af streitu og álagi við að samræma vinnu og fjölskyldulíf ef marka má fyrstu niðurstöður úr rannsókn Andreu Hjálmsdóttur og Mörtu Einarsdóttur um það sem þær kalla "íslensku ofurfjölskylduna.“

Yfirvinna og kostnaður atvinnlífs myndi stóraukast að mati SA

Alvarlegar afleiðingar hefði fyrir íslenskt efnahagslíf að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 án þess að kjör fólks skerðist um leið. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins (SA), sem skilað hafa inn athugasemdum við frumvarp fimm þingmanna sem vilja að leiðin verði farin. Dagvinna yrði sjö tímar í stað átta nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×