Lífið

Kann ekki að klæða sig fyrir útilegur

Ágústa Sveinsdóttir hannar skartgripi undir merkinu Dust og kann ekki að klæða sig í útilegum.
Ágústa Sveinsdóttir hannar skartgripi undir merkinu Dust og kann ekki að klæða sig í útilegum. Vísir/Valli
Ágústa Sveinsdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands sem vöruhönnuður núna í vor. Hún hannar skartgripi undir nafninu Dust.

„Ég er litaglöð og reyni ekkert endilega að fylgja tískustraumum heldur geng bara í því sem mér finnst fallegt. Er ekkert mikið fyrir praktísk föt og er oft í ruglinu þegar kemur að því að klæða sig praktískt til dæmis er ég í miklum vandræðum þegar fara á í útilegu.“

„Þessa leðurskó fékk ég í Spúútnik á Laugaveginum. Ef ég ætti að velja mér eitt uppáhaldstímabil í tískusögunni þá væri það klárlega 70’s en þetta par rekur sennilega sögu sína alla leið þangað.“
„Þennan kjól fékk ég að gjöf frá henni Andreu Magnúsdóttur fatahönnuði fyrir útskriftarsýninguna mína núna í vor. Ég eins og sveif um gólfið í honum, hann er svo svakalega víður og þægilegur.“
„Þessi jakki er frá Aftur en ég var svo ótrúlega heppin að finna hann á fatamarkaði núna fyrir stuttu. Í raun má segja að ég hafi þannig náð tvöfaldri endurvinnslu þar sem Aftur vinnur undir þeim formerkjum að hanna eingöngu fatnað úr endurnýttum textíl á umhverfisvænan hátt.”
„Ég er mjög glysgjörn og þessi tvö hálsmen frá Hildi Yeoman hafa reynst mér afar vel. Fæ eiginlega bara ekki nóg af þeim. Þessari neóngulu festi er hægt að vefja um sig og hnýta á alls kyns vegu og svo finnst mér choker-inn með stálkrossinum einstaklega fallegur. Verslunin Kiosk á Laugaveginum selur þessa skartgripi.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×