Körfubolti

Kanínurnar steinlágu fyrir toppliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Guðjónsson er hér til hægra megin, Pedersen til vinstri.
Arnar Guðjónsson er hér til hægra megin, Pedersen til vinstri. Vísir
Svendborg Rabbits, lið Arnars Guðjónssonar, tapaði í kvöld fyrir toppliði Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 82-50.

Arnar tók nýverið við starfi aðalþjálfara Svendborg Rabbits eftir að Craig Pedersen, sem einnig er landsliðsþjálfari Íslands, steig til hliðar eftir langa veru hjá félaginu.

Sjá einnig: Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi

Axel Kárason skoraði þrjú stig í leiknum en hann lék í rúmar 20 mínútur. Hann tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Horsens, sem vann í kvöld sinn ellefta sigur í jafn mörgum leikjum á tímabilinu, tók forystuna snemma leiks og lét hana aldrei af hendi. Svendborg er í fórða sæti deildairnnar með tíu stig eftir ellefu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×