FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 16:30

KR-liđiđ hefur unniđ fyrsta leikinn í tíu seríum í röđ

SPORT

Kanínurnar í tómu tjóni á heimavelli sínum

 
Körfubolti
19:13 02. MARS 2017
Arnar Guđjónsson ţjálfar liđ Svendborg Rabbits.
Arnar Guđjónsson ţjálfar liđ Svendborg Rabbits. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Svendborg Rabbits, lið Arnars Guðjónssonar, tapaði í kvöld á heimavelli á móti Hørsholm 79ers, 58-67, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Þetta var uppgjör milli liðanna sem voru fyrir leikinn jöfn í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en Svendborg Rabbits datt núna niður í fjórða sætið.

Kanínurnar hans Arnars hafa nú tapað fjórum heimaleikjum í röð og nýtt ár er því ekki að byrja vel í Svendborg Idrætscenter.

Stefan Bonneau, fyrrum Njarðvíkingur, var með 13 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar á þeim 30 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

Axel Kárason spilaði í tæpar tólf mínútur en tókst ekki að skora. Axel var með 2 fráköst og 2 villur en hann klikkaði á báðum þriggja stiga skotum sínum í leiknum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Kanínurnar í tómu tjóni á heimavelli sínum
Fara efst